Grænt og vænt handverk í heimabyggð
Eitt af þeim verkefnum sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða árið 2020 er verkefnið Grænt og vænt handverk í heimabyggð. Kristín Þórunn Helgadóttir listamaður hefur síðustu árin unnið sjálfstætt við framleiðslu á eigin skartgripum og höggvið út styttur úr rekavið. Er hún með vinnustofu á Þingeyri og skapar þar fallega hluti og sækir efniviðinn beint úr náttúrinni.
11. febrúar 2021