Fara í efni

67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori

Fréttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður flytur skýrslu stjórnar
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður flytur skýrslu stjórnar

67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, miðvikudaginn 6. apríl 2022. Þingið var haldið í framhaldi af vel heppnuðu málþingi um orkumál. Á dagskrá þingsins var kynning og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreiknings fyrir árið 2021, tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og ákvörðun um efni 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti. Á þinginu voru lagðar fram og samþykktar tvær ályktanir. Ályktun með áskorun varðandi vinnu við Strandsvæðaskipulag Vestfjarða og ályktun um orkumál á Vestfjörðum. 

Þinggerð þingsins má finna hér