Fara í efni

Skýrsla um orkumál á Vestfjörðum

Fréttir
Flutningslína á Breiðadalsheiði til Bolungarvíkur, horft til Syðridals
Flutningslína á Breiðadalsheiði til Bolungarvíkur, horft til Syðridals

Starfshópur orkumálaráðherra hefur skilað ráðherra skýrslu sinni um orkumál á Vestfjörðum og skýrslan hefur verið birt á vef ráðuneytsins Raforkumal_Vestfjarda_skyrsla_2022.pdf (stjornarradid.is) 
Efni skýrslunnar var kynnt á málþingi um orkumál á Vestfjörðum 6. apríl s.l., en málþingið var skipulagt af Vestfjarðastofu fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og starfshóp ráðherra auk aðkomu Bláma. 
Tillögur starfshópsins eru víðtækar og varða allt raforkukerfið á Vestfjörðum, dreifikerfi til heimila og fyrirtækja, flutningskerfi raforku innan Vestfjarða og tengingar við aðra landshluta. Síðan er umfjöllun um vatnsafls og vindorkuvirkjanir sem tilgreindar eru í Rammaáætlun 2 og tilllögum í Rammaáætlun 3 og Rammáætlun 4 og tengsl þeirra til eflingar flutningskerfis raforku.