Viðburðir á Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum
Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum verður haldin í fyrsta sinn dagana 11.-22. september n.k. Slíkar hátíðir hafa verið haldnar með góðum árangri víða um land og standa vonir okkar til að þessi hátíð nái að festa sig í sessi í fjórðungnum með aukinni þátttöku barna í lista- og menningarlífi, auk þess sem hún veiti grundvöll fyrir þau að skapa sína eigin viðburði. Hátíðin verður til með þátttöku skóla, stofnanna, listafólks og barnanna á svæðinu.
11. ágúst 2023