Tónlistarhátíðin Við Djúpið fær hæsta styrkinn
							Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna seinni úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni. Ánægjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem fá styrki nú snúast að hluta eða öllu leyti um vinnu við listsköpun með börnum og ungmennum. Menningarstarfsemi með þessum aldurshópi var einmitt einn af þeim áhersluþáttum sem horft var sérstaklega til að þessu sinni. 						
										28. nóvember 2011
				 
					 
					 
					 
					 
					