Fara í efni

Sóknaráætlun Vestfjarða

Fréttir Verkefni Uppbyggingasjóður Vestfjarða Áhersluverkefni sóknaráætlunar

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur leitt  Sóknaráætlun Vestfjarða síðustu ár, en í byrjun ársins 2015 voru undirritaðir samningar milli ríkis og landshlutasamtaka sveitarfélaga sem náðu til fimm ára,  nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt á Alþingi lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015. Síðan þ‏á hefur þessi sértæka byggðaáætlun fyrir landshlutann verið við líði og sérmerkt  fjármagn  komið frá ríki til að valdefla landshlutana.  Sóknaráætlun Vestfjarða er unnin í viðtæku samráði við íbúa en markmið Sóknaráætlunar landshluta er að valdefla landshlutana ‏þannig að ákvörðunarréttur og ábyrgð á ráðstöfun þessa fjármagns sé á þeirra hendi.

Árið 2019 var unnið að nýrri Sóknaráætlun fyrir Vestfirði þar sem tímabil fyrstu Sóknaráætlunarinnar lauk á því ári.  Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 var sett fram og samþykkt í október 2019.  Í henni er sett fram framtíðarsýn sem heimamenn höfðu tækifæri til að koma að með því að taka þátt í vinnufundum sem haldnir voru, og stórfundi sem bar nafnið „Krossgötur“ sem haldinn var í maí 2019. Með þátttöku sinni áttu íbúar þátt í  að móta þá  framtíðarsýn sem sett er fram í Sóknaráætlun 2020-2024. Í heildina mætti um 100 manns samtals á þessa fundi.

Sóknaráætlun er ætlað að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningarlífs og auka samkeppnishæfni hvers landshluta og er það gert með því að setja fjármagn í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða og einnig áhersluverkefni ár hvert sem valin eru út frá þeim forsendum sem sett eru fram í þeirri framtíðarsýn sem kemur fram í Sóknaráætlun svæðisins.

Árin 2015-2019 voru rúmlega 194 mkr sett í áhersluverkefni á Vestfjörðum.  Tæplega 250 mkr. settar í styrkveitingu í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða og tæplega 100 mkr. settar í stofn- og rekstrarstyrki.  Ásamt viðaukasamningum sem eru rúmlega 78 mkr. Það er því ljóst að mikið hefur áunnist á þessum árum í uppbyggingu og í svæðisbundnum áherslum.

Síðan 2015 hefur verið unnið að 49 áhersluverkefnum og verða þau því ekki öll talin upp en það er hægt að finna upplýsingar um þau hér.  Hér fyrir neðan er þó fjallað um nokkur sem hafa verið unnin á síðustu árum

Visit Westfjords – markmiðið er að sinna beinni erlendir markaðssetning á vestfirskri ferðaþjónustu með kynningum blaðamannaferðum og samfélagsmiðlum. Verkefnið leggur áherslu á að markaðssetja Vestfirði með áherslu á axlartímabilin (apríl maí og sept – nóv) Verkefnið hefur verið samþykkt sem áhersluverkefni til þriggja ára og er fyrsti liður verkefnisins lokið og mun öðrum áfanga ljúka í lok desember 2020.

Hringvegur 2 (Vestfjarðaleiðin) - Sóknaráætlunarsamningunum er ætlað að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningarlífs og auka samkeppnishæfni hvers landshluta. Verkefnið hefur verið samþykkt sem áhersluverkefni til þriggja ára og er fyrsti liður verkefnisins lokið og mun öðrum áfanga ljúka í lok desember 2020.

Umhverfisvottaðir Vestfirðir - Verkefnið gengur út á að viðhalda vottun sem sveitarfélögin hafa fengið og auka verkefni sem lúta að umhverfisvitund. Verkefni vinnur í því að leita leiða til að innleiða vinnulag sem hjálpar sveitarfélögunum að uppfylla þau skilyrði sem m.a. hafa verið sett  með loftlagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar og koma í veg fyrir rýrnun á náttúrulegum og félagslegum auðlindum, og hvetja einstaklinga til að fylgja góðu fordæmi og bæta umgengni sína í anda sjálfbærrar þróunar. Vel hefur gengið síðustu ár og hafa sveitarfélögin fengið vottun fyrr starfsemi sína síðustu 3 starfsár og er stefnt að því að fá vottun frá EarthCheck aftur í október á þessu ári.  Sú breyting sem hefur orðið á er að Náttúrustofa Vestfjarða hefur tekið við verkefninu tímabundið til lok desember 2020. Verkefninu lauk sem áhersluverkefnin í desember 2019.

Lýðskólinn á Flateyri  - fékk styrk sem áhersluverkefnin árið 2019 og var því fjármagni ætlað til að styðja við uppbyggingu skólans og þannig hjálpa til við að byggja upp nýjan valkost í menntunn fyrir fólk sem hefur ekki fundið sig í hinu hefðbundna skólakerfi. Verkefninu lauk sem áhersluverkefni í desember 2019 

Valdefling ungs fólks  - Þetta verkefni var valið sem átaksverkefni árið 2018 ei minnkandi þátttaka ungs fólks í sveitarstjórnarkosningum og þátttöku í pólitísku starfi, vekur einnig áhyggjur af þátttöku þeirra almennt í samfélagslegum verkefnum og tengingu þeirra við samfélögin. Markmiðið var að tengja ungt fólk á aldrinum 13-25 ára við sveitarstjórnarmál og opinbera stjórnsýslu. Þjálfa lýðræðislega aðild og þátttöku í nærsamfélaginu og nýta heimild í 11. gr æskulýðslaga til stofnunar ungmennaráða í sveitarfélögum. Ungmennaráð hafa í kjölfar þessa verkefnis verið stofnuð í nær öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Innviðauppbygging vegna fiskeldisuppbyggingar á Vestfjörðum - Fiskeldi er orðin mikilvæg atvinnugrein á Vestfjörðum og hefur Vestfjarðastofa unnið verkefni tengd því til að meta þörf innviðuppbyggingar vegna fiskeldis. Í því sambandi hafa verið tekin viðtöl við fiskeldisfyrirtækin, rannsóknarfyrirtæki, þjónustufyrirtæki, rannsókna- og menntastofnanir á Íslandi, sveitarfélögin og fleiri aðila.   Markmiðið er að meta heilstætt hvernig við getum byggt upp alla þætti fiskeldis á Vestfjörðum og skapað þannig sjálfbær samfélög með fjölbreytum störfum og þjónustu.  Lögð verður fyrir viðhorfskönnun um fiskeldi á Vestfjörðum í október en gert er ráð fyrir að helstu niðurstöður verði kynntar í febrúar 2021.

Undanfarin ár hefur verið úthlutað árlega úr Uppbyggingarsjóði Vesfirðinga og mun verða opnað fyrir umsóknir um miðjan október en frekari upplýsingar um það verða sýnilega á helstu miðlum á Vestfjörðum og einnig verður upplýsingum dreift í hús á Vestfjörðum.

Árlega greinagerð fyrir sóknaráætlanir má finna hér