
Sóknaráætlanirnar fela í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir og eru þær unnar í samráði við heimamenn. Áhersluverkefni og verkefni styrkt af uppbyggingarsjóðum taka mið af áherslum sóknaráætlana í hverjum landshluta.
Kynningarrit um Sóknaráætlanir landshluta
Í samningi um sóknaráætlun kemur fram að landshlutasamtökin skipi samráðsvettvang þar sem tryggð er sem breiðust aðkoma ólíkra aðila og gætt að búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiðum. Landshlutasamtökin skilgreina hlutverk og verkefni samráðsvettvangs og skal hann hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar. Gert er ráð fyrir að samráðsvettvangurinn komi saman a.m.k. árlega.
Einnig er skipað í sjö manna framkvæmdaráð samráðsvettvangsins og er hlutverk hans að vinna með stjórn og starfsmönnum FV að tillögum að áhersluverkefnum.
Hér er hlekkur á vef Sóknaráætlun Landshluta. Þegar opið er fyrir styrkumsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða er farið inn á umsóknargáttina til að sækja um. Einnig er hægt að breyta umsóknum þar ef þess er krafist, prenta út samninga og fleira. Nauðsynlegt er að skráning í umsóknargátt sé á auðkenni umsækjanda. Umsóknir fyrir lögaðila þurfa að vera skráðar á kennitölu þess sem á að nýta styrkinn og er því nauðsynlegt að sækja um á Íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila eða fyrirtækis.
Skýrslur
Til að fá lokagreiðslu vegna Áhersluverkefna þá fyllið út skýrslu sem er að finna hér
Til að fá lokagreiðslu vegna verkefna hjá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða smelltu hér
Til að fá milli greiðslu vegna fjölára verkefna hjá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða smelltu hér
Starfsmaður verkefnis

Tengd skjöl
Sóknaráætlun Vesfjarða endurskoðuð 2023
Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024
Árlega greinagerð Sóknaráætlunar 2022
Árleg greinagerð Sóknaráætlunar 2021
Árleg greinagerð Sóknaráætlunar 2020
Árleg greinagerð Sóknaráætlunar 2019
Árleg greinargerð Sóknaráætlunar 2018
Árleg greinargerð Sóknaráætlunar 2017
Árleg greinargerð Sóknaráætlunar 2016
Árleg greinargerð Sóknaráætlunar 2015