Fara í efni

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum.   Instructions in English  Informacje o Funduszu Rozwoju Fiordów Zachodnich w języku polskim
Hann er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða.

Úthlutun 2022

Úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða vegna verkefna ársins 2022. Alls barst 101 umsókn en veitt ný styrkvilyrði 57. Heildarupphæð styrkvilyrða var 54.450.000 kr. Við þá upphæð bætast 12.650.000 kr. sem var úthlutað á árunum 2020-21 til verkefna sem tóku til fleiri en eins árs. Heildarúthlutun fyrir árið 2022 var því 67.100.000 kr. sem deilist á 64 verkefni. Hér má sjá lista yfir þá sem hlutu styrkvilyrði vegna verkefna ársins 2022.
Á vefnum Sóknaráætlun.is hægt að sækja um, breyta umsóknum ef þess er krafist, prenta út samninga og fleira. Nauðsynlegt er að skráning í umsóknargátt sé á auðkenni umsækjanda. Umsóknir fyrir lögaðila þurfa að vera skráðar á kennitölu þess sem á að nýta styrkinn og er því  nauðsynlegt að sækja um á Íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila eða fyrirtækis.

Um sjóðinn

Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs eru kosin er á Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Þau annast val verkefna að undangengnu umsóknarferli. Fagráð menningar og nýsköpunar velja hvaða verkefni skulu hljóta styrk en úthlutunarnefnd ákvarðar styrkupphæðir. Áherslur úthlutana eru auglýstar árlega og byggja á gildandi Sóknaráætlun Vestfjarða. Árlega er úthlutað um 50 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.  

Skýrslur  

Fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Fyrirmyndarverkefni eru valin á hverju ári úr hópi þeirra verkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum. 

Önnur tungumál
Click here for instructions in English
Informacje o Funduszu Rozwoju Fiordów Zachodnich w języku polskim

Tengdar fréttir