Fara í efni

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum.
Hann er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sem kosin er á Fjórðungsþingi annast val verkefna að undangengnu umsóknarferli. Áherslur úthlutana eru auglýstar árlega og byggja á gildandi Sóknaráætlun Vestfjarða. Í ár er úthlutað milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Hægt er að sækja um til allt að fimm ára, sé verkefnið þess eðlis eða ef um stofn- og rekstrarstyrk er að ræða.

Sækið um með því að smella hér. Slóðin er www.sóknaráætlun.is
Umsóknin vistast sjálfkrafa um leið og farið er út úr viðkomandi reit. Hægt er að fara út úr umsóknargáttinni og vinna meira í umsókninni seinna.
Þegar umsóknin er komin í sína endanlegu mynd þarf að smella á „Senda umsókn“. Eftir það er ekki hægt að vinna meira í henni.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. nóvember 2019.  


 

 

 

Tengdar fréttir