
Þann 8. nóvember 2012 tóku sveitarfélögin á Vestfjörðum ákvörðun um að gerast aðilar að umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck, sem voru einu umhverfisvottunarsamtök í heimi sem votta samfélög. Fjórðungssamband Vestfirðinga sá um utanumhald verkefnisins og vann þær skýrslur sem þurfti til að fá vottunina. Með þessari aðgerð skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu svæðisins.
Sveitarfélögin á Vestfjörðum eru með silfurvottun vegna starfssemi sinnar fyrir starfsárið 2020.
Í júlí 2019 tók Náttúrustofa Vestfjarða við verkefninu og sér það alfarið um verkefnið. Starfsmaður hjá Nave, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, heldur utan um verkefnið og sér um að uppfæra öll þau gögn sem þarf að hafa tilbúin til að fá árlegar vottanir svo sem framkvæmdaráætlun sveitarfélaganna, lagakrá, sameiginlega stefnu, fundi græns teymis og Græn skref. Öll gögn tengda vottuninni má finna hér til hliðar á síðunni. Vestfjarðastofa hefur yfirumsjón með verkefninu.