Yfirmaður gæðastýringar - Kerecis
Yfirmaður gæðastýringar stjórnar gæðadeild Kerecis á Ísafirði og er ábyrgur fyrir því að fyrirtækið uppfylli skilyrði sem sett eru fram í gæðastaðlinum ISO 13485 í samstarfi við gæðastjóra í Reykjavík. Yfirmaður gæðastýringar svarar til framleiðslustjóra og vinnur í nánu samstarfi við aðrar deildir í fyrirtækinu (framleiðsludeild, frumgerðardeild, þróunardeild o.fl.) með það að markmiði að þróa og bæta stöðugt verkferla og gæðastýringu í fyrirtækinu.
Um er að ræða 100% stöðu á Ísafirði.
25. janúar 2023