Dægradvöl Ísafirði – Stuðningsfulltrúi og frístundaleiðbeinandi
Laus eru til umsóknar tvö störf í dægradvöl á Ísafirði. Störfin eru tímabundin til 6. júní 2025 og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Annars vegar er um að ræða starf stuðningsfulltrúa og hins vegar starf frístundaleiðbeinanda. Vinnutíminn er frá 13:00 til 16:00 (42% starfshlutfall) alla virka daga. Næsti yfirmaður er forstöðumaður dægradvalar. Störfin eru afar skemmtileg, lífleg og gefandi. Umsóknarfrestur er til 10.október 2024.
02. október 2024