61. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið 4. maí 2016
Miðvikudaginn 4. maí 2016 verður 61. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Edinborgarsalnum á Ísafirði. Þingið verður með breyttu sniði þetta árið samkvæmt samþykktum frá 60. Fjórðungsþingi sem haldið var á Patreksfirði 2. og 3. október 2015. Á þinginu verða afgreiddir reikningar og ársskýrslur og lögð verður fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.
02. maí 2016