Íbúafjöldi á Vestfjörðum stendur nánast í stað á milli ára.
Í byrjun árs 2017 voru landsmenn 338.349 en landsmönnum hefur fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
Íbúafjöldi á Vestfjörðum 1. janúar 2017 eru samkvæmt hagstofu 6.870 manns eða um 2,03% af íbúafjölda landsins. Í byrjun árs 2016 voru Vestfirðinga 6.883 og hefur því fækkað um þrettán manns á milli ára er greinilegt að fækkunin á svæðinu er að hægja á sér og er líklega hægt að þakka það mikli uppbyggingu atvinnu á Vestfjörðum, og þá sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum.
20. mars 2017