Fjölnota pokar á hvert heimili á Vestfjörðum
Dagana 4.-15. júlí verða sendir út fjölnota pokar á hvert heimili á Vestfjörðum. Fjórðungssambandið hefur í samvinnu við sveitarfélögin verið að vinna að því að fá starfssemi sveitarfélaganna umhverfisvottaða síðustu árin. Ákveðið var að fara í hliðarverkefnið „Plastpokalausir Vestfirðir“ samhliða. Verkefnið gengur út á að Vestfirðir verði að mestu burðarplastpokalausir árið 2017.
06. júlí 2016