Fara í efni

Hringvegur 2

Viltu þú taka þátt í þróun Hringvegs 2?

Vestfjarðastofa hefur undanfarin misseri unnið að undirbúningi þróunarverkefnisins Hringvegur 2. Hringvegur 2 tekur á stefnumótun og þróun ferðamannaleiðar um Vestfirði, þar sem horft verður til tengingar milli svæða, upplifunar og afþreyingar. Markmið verkefnisins er að auka enn aðdráttarafl Vestfjarða fyrir ferðamenn, skilgreina styrkleika svæðisins og vinna með þá upplifun sem er að ferðast um náttúru Vestfjarða.

Við hjá Vestfjarðastofu viljum vinna verkefnið í samstafi við sveitarfélög, ferðaþjóna og aðra hagsmunaaðila. Því var ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vilja taka þátt í þessari vinnu með okkur. Er þar í fyrstu horft til skilgreiningar ferðamannaleiðarinnar og greiningarvinnu.

Ef þú hefur áhuga á að koma að þessari vinnu sendu okkur endilega póst á magnea@vestfirdir.is