Fara í efni

Verzlunarfjelag Árneshrepps tekið til starfa

Fréttir Áfram Árneshreppur!
Ráðherra afhjúpar merki Verzlunarfjelags Árneshrepps.
Ljósmynd: Kristján Þ. Halldórsson
Ráðherra afhjúpar merki Verzlunarfjelags Árneshrepps. Ljósmynd: Kristján Þ. Halldórsson

Í dag var opnuð verzlun í Árneshreppi á Ströndum, en þar hefur ekki verið starfrækt verzlun síðan í haust. Skömmu eftir áramót var stofnað hlutafélag um stofnun verzlunar. Mikill áhugi reyndist á því að eignast hlut í Verzlunarfjelagi Árneshrepps, en hluthafar eru 138 talsins.  Árný Björk Björnsdóttirvar ráðin verzlunarstjóri.
Talsverður mannfjöldi var við opnunina, enda hafa margir beðið hennar með eftirvæntingu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, kom og opnaði verzlunina formlega. Í ávarpi sínu talaði hann um mikilvægi þess að halda lifandi verzlun í litlum samfélögum á borð við Árneshrepp og oft væri verzlunin hjarta samfélagsin. Þangað kæmu menn ekki aðeins til að verzla, heldur ekki síður til að hittast og skiptast á sögum. Hann óskaði íbúum til hamingju og verzluninni velfarnaðar.