Við erum til þjónustu reiðubúin!
Margir eru nú í óvissu með framtíð síns rekstrar. Á vegum stjórnvalda hafa verið kynnt ýmis úrræði en enn er óvíst um framkvæmd þeirra og hvað þau í raun þýða fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við fylgjumst með framvindunni og miðlum upplýsingum til fyrirtækja í landshlutanum. Við höfum síðustu daga hringt út til fyrirtækja og sveitarfélaga til að kanna stöðuna. Við heyrum á þeim sem við tölum við að óvissan tekur í og margir eru skiljanlega áhyggjufullir um framhaldið.
23. mars 2020