Lóan úthlutar styrkjum
Tilkynnt var um úthlutanir nýsköpunarstyrkja Lóu í gær og komu fjórir styrkir til vestfirskra verkefna. Í ár bárust 89 umsóknir og styrki hljóta 27 verkefni sem nema tæplega 139 milljónir króna í heildina. Styrkjum úr Lóu er ætlað að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum, auk þess að hlúa að vistkerfi nýsköpunar á landsbyggðinni.
06. júní 2024