Vísindaport: Tækifæri í kolefnisjöfnun á Vestfjörðum
Hjörleifur Finnsson verkefnastjóri umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu verður í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða föstudaginn 17. janúar. Þar mun hann kynna niðurstöður nýútkominnar skýrslu um kolefnisjöfnun á Vestfjörðum. Skýrslan er liður í gerð loftslagsstefnu fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum þar sem meðal annars er kveðið á um áætlun um kolefnisjöfnun.
16. janúar 2025