Fara í efni

Westfjords Food

Westfjords Food
Westfjords Food er verkefni sem er unnið með matvælaframleiðendum á Vestfjörðum til að skapa vettvang fyrir framleiðendur til að kynna vörur sínar og um leið sérstöðu Vestfjarða.

Matur og matarupplifun verður sífellt mikilvægari þáttur í upplifun ferðamanna á Íslandi og byggir verkefnið m.a. á þessum vaxandi áhuga fólks á því að vita um uppruna matvæla og að kynnast staðbundnum mat og matarvenjum. Markmiðið er að nýta matarauð Vestfjarða sem sóknarfæri, draga fram sérkenni og sérstöðu vestfirskra matvæla og hefðar og byggja upp sterka gæðaímynd um mat á Vestfjörðum. Vinnan miðar að því að tengja saman aðila innan ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og verslana á svæðinu með það að markmiði að skapa heildstæða upplifun fyrir ferðamenn þar sem saman fléttast matur menning og afþreying. 

Unnið er að því að kortleggja umfang matvælaframleiðslu á Vestfjörðum, kanna sérstöðu og hefja hönnun á vörumerkinu – Westfjords local food


Ert þú smáframleiðandi matvæla á Vestfjörðum

Nú er að hefjast verkefni sem hefur það að markmiði að bæta markaðsstöðu og auka sýnileika vestfirskra matvæla og gefst smáframleiðendum kostur á að taka þátt.

Í verkefninu felst þátttaka í vinnustofu um vestfirska matarmenningu, ljósmyndari kemur til hvers framleiðenda og tekur myndir af afurðum, aðstoð við að "segja söguna" um framleiðsluna og hver og einn framleiðandi fær handleiðslu í stafrænni markaðssetningu með áherslu á samfélagsmiðla.

Til að sækja um þarf leyfi til matvælaframleiðslu.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á umsóknareyðublaði hér eða hér til hliðar.

Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 6. júlí 2020

Nánari upplýsingar veitir Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, thorkatla@vestfirdir.is