Fara í efni

Nýsköpunarstyrkir og Covid-19 úrræði til fyrirtækja

Fréttir Westfjords Food Samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar

Sérfræðingar frá KPMG og KPMG Law í samstarfi við Vestfjarðastofu bjóða fræðslufund og ráðgjöf á Ísafirði mánudaginn 29. nóvember kl. 12:00-13:30 í húsnæði Vestfjarðastofu að Suðurgötu 12, Ísafirði. Hámarksfjöldi gesta á fundinn er 40 manns og er grímuskylda. 

Umræðuefni fundarins eru eftirfarandi: 

  • Stofnun fyrirtækja og mismunandi skattlagning rekstrar
  • Covid-19 úrræði stjórnvalda 
  • Nýsköpunarstyrkir og ívilnanir til fjárfestinga í nýsköpun

Skráning á fræðslufundinn kl. 12:00-13:30 er hér

Eftir fræðslufundinn geta fyrirtæki og einstaklingar fengið ráðgjöf sér að kostnaðarlausu hjá sérfræðingum KPMG.
Bóka þarf tíma í ráðgjöf með því að senda tölvupóst á netfangið audur@vestfirdir.is eða hringja  í síma 450-6614.