Vestfjarðastofa á klasaviðburði í Cork
Dagana 19.-20. mars var haldinn samstarfsfundur í Cork á Írlandi í tengslum við sameiginlegt kall eftir klasaverkefnum á vegum Interreg Aurora og Interreg Northern Periphery and Arctic (NPA) áætlana Evrópusambandsins. Anna Sigríður Ólafsdóttir, verkefnisstjóri hjá Vestfjarðastofu tók þátt í viðburðinum, en hún er nú hluti af teymi Vestfjarðastofu sem tekur þátt í MERSE, NPA-verkefni sem snýr að samfélagslegri nýsköpun í dreifðum byggðum.
26. mars 2025