Fara í efni

Áfram Árneshreppur! úthlutun

Fréttir Áfram Árneshreppur!

Úthlutað hefur verið úr frumkvæðissjóði í Árneshreppi, en eins og kunnugt er hefur verkefnið Áfram Árneshreppur verið framlengt um eitt ár og stendur til næstu áramóta. Potturinn til úthlutunar var upphaflega 7 milljónir króna en við það bættust nokkrir styrkir sem hafa verið afþakkaðir á undanförnum árum þannig að heildarupphæð til úthlutunar varð 10,6 mkr.

9 umsóknir bárust og hlutu 6 þeirra styrkvilyrði. Stærsti styrkurinn, 7,2 mkr fór til óstofnaðs félags sem ætlar að hefja vinnslu á kjöti og öðrum afurðum í Árneshreppi. 3 verkefni hlutu eina mkr. hvert; Baskasetur Íslands í Djúpavík sem ætlar að setja upp sýningu um veru Baska hér fyrr á öldum, Bergistangi sem ætlar að útbúa aðstöðu sem hentar starfandi ferðamönnum og hjónin Davíð og Sigrún sem stunda búskap í Litlu-Ávík. Tvö verkefni fengu 200.000 kr styrki til að þróa nýjar leiðir í ferðamennsku; Tyler Wacker til að þróa nýja möguleika fyrir hjólreiðaferðalanga og Lynnee Jacks sem ætlar að kanna möguleika fyrir skíðafólk í Árneshreppi.

Styrkþegum er öllum óskað til hamingju og verður spennandi að fylgjast með framgangi þessara verkefna.