Fara í efni

Öll vötn til Dýrafjarðar - opnað hefur verið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr sjóði sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2020. Heildarupphæð úthlutunar ársins 2020 eru 5 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2020. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16.00 5. mars telst móttekin. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem má finna hér.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 

Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. 
Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér.