Fara í efni

Öll vötn til Dýrafjarðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr sjóði sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2020. Heildarupphæð úthlutunar ársins 2020 eru 5 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2020. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16.00 5. mars telst móttekin. 

Hér er hægt að sækja um styrk til verkefna sem efla samfélagið í Dýrafirði. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 

Allar þær upplýsingar eða gögn sem talið er að geti styrkt umsóknina skulu fylgja sem viðhengi. Dæmi; viðskiptaáætlanir, rekstraráætlanir, ársreikningar, teikningar, meðmælabréf, myndir eða ýtarlegri verk-, tíma- og kostnaðaráætlanir.
Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. Það er góð regla að vista umsóknina sem PDF í sinni endanlegu mynd. Ekki er hægt að vinna í umsókninni eftir að hún hefur verið send. 
Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér 

Segið frá verkefninu, hvað felur það í sér, hverjir munu vinna það og hvernig.
Mikilvægt er að gera nokkuð nákvæma fjárhagsáætlun fyrir verkefnið. Greinargóð áætlun eflir umsóknina.
Mikilvægt er að gera nokkuð nákvæma framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið. Greinargóð áætlun eflir umsóknina.
Tekur verkefnið á þáttum sem • Stuðlar að búsetu ungs fólks. • Eflir samstarf á milli svæða. Stuðlar að atvinnuuppbyggingu. • Eflir þekkingu á auðlindum svæðisins. • Stuðlar að aukinni menningarstarfsemi. • Stuðlar að bættri umgengni við umhverfið og náttúru.