Fara í efni

Öll vötn til Dýrafjarðar

Öll vötn til Dýrafjarðar
Öll vötn til Dýrafjarðar er byggðaþróunarverkefni á Þingeyri sem rekið er undir merkjum "Brothættra byggða" og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun. 

Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Verkefnið er ætlað byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst.  Verkefnið er samstarfsverkefni heimamanna, Ísafjarðarbæjar, Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila. 

Verkefnið er unnið í fjórum áföngum, undirbúningi, stefnumótun og áætlanagerð, framkvæmd og lok. Nú er unnið að því að ljúka síðasta áfanga. Verkefnið er til 3ja ára með möguleika á fjórða árinu ef á þarf að halda. Verkefnið hefur verið framlengt til loka ársins 2022. 

Verkefninu hefur fylgt fjármagn sem nýtt hefur verið til úthlutunar styrkja til ýmissa samfélagsverkefna ásamt verkefna sem stuðla að atvinnuuppbyggingu. Úthlutun fer fram einu sinni á ári. Þeir sem fá úthlutað styrk þurfa í lok verkefnis að skila lokaskýrslu. Smellið hér til að fylla út lokaskýrslu. 

 

Tengdar fréttir