Fara í efni

Forseti Íslands setur Gullkistuna Vestfirði

Það er okkur sannkallaður heiður að segja frá því að Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mun setja  sýninguna Gullkistan Vestfirðir með ávarpi. Að ávarpi loknu mun forsetinn ganga um salinn og heilsa upp á sýnendur og gesti. Sýningin opnar klukkan 12 og eru Vestfirðingar hvattir til að fjölmenna í íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði til að sjá þessa stórsýningu atvinnulífs og menningar.

Á Gullkistunni verður líka glæsileg dagskrá þar sem vestfirskt tónlistarfólk verður í brennidepli og einnig verður hliðardagskrá í Menntaskólanum á Ísafirði með erindum þar sem Guðni Th. Jóhannesson verður meðal framsögumanna.

Það verður því mikið um dýrðir á Torfnesi á Ísafirði laugardaginn 6. september og eru öll velkomin að taka þátt í gleðinni.