Fara í efni

Gullkistan Vestfirðir 2025

Gullkistan Vestfirðir 2025

Stórsýning atvinnulífs og menningar í íþróttahúsinu Torfnesi, Ísafirði – laugardaginn 6. september kl. 12–17

Gullkistan Vestfirðir 2025 – Þar sem hugmyndir blómstra, tengsl myndast og framtíðin fæðist.

Gullkistan Vestfirðir er metnaðarfull og fjölbreytt sýning sem dregur fram það besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða í atvinnulífi og menningu. Markmiðið er að sýna Vestfirði sem líflegt og framsækið svæði – svæði sem byggir á sterkum rótum og blómstrar með hugviti í átt að sjálfbærri og farsælli framtíð.

Á Gullkistunni Vestfirðir segjum við sögur af svæði sem þorir og getur – þar sem fjölbreytt mannlíf, tækninýjungar, frumkvæði og samheldni móta samfélag í stöðugri þróun.

Hvað má sjá og upplifa á Gullkistunni?

  • Nýsköpun og frumkvöðlastarf í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, líftækni, iðnaði, ferðaþjónustu og menningu
  • Matarupplifanir, smakk og vörukynningar
  • Frábæran vettvang til tengslamyndunar
  • Skemmtidagskrá og hliðarviðburði

Dagskrá á Gullkistunni Vestfirðir

12:00 Blásarasveit TÍ blæs inn hátíðina við inngang íþróttahússins

Svið inn í sal
Kynnir á sýningunni er Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu

12:20 Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpar samkomuna og opnar sýninguna
12:30 Kvennakór Ísafjarðar
13:30 Djassdúó: Halldór Smárason og Smári Alfreðsson
15:00 Djúpmenn: Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson. 
16:00 Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson ávarpar samkomuna
16:15 Stórsveit Gosa

Dagskrá á torginu (í anddyri íþróttahússins)

13:00 Skúli Mennski
14:00 Elín Sveins og Halldór Smára
14:15 Andri Freyr
14:30 Ásta
15:30 Sara Signýjar
16:45 Halldór Smárason – útgönguspil á harmonikku

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar

Erindi í Menntaskólanum á Ísafirði 

13:00 Fljúgum hærra - Vestfirðir framtíðar í svæðisskipulagi
Hrafnkell Proppé - skipulagsráðgjafi Úrbana
13:20 Blámi - Vöxtur á Vestfjörðum 
Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma
14:30 Nýsköpun á Vestfjörðum
Dóra Hlín Gísladóttir, framkvæmdastjóri vöruþróunar Kerecis
14:50 The Fjord Hub - saga af hjólafyrirtæki á Ísafirði 
Tyler Wacker, framkvæmdastjóri The Fjord Hub
15:10 "Þér eruð að ólöglegum fiskveiðum." Sagan af fyrstu togvíraklippunni í þorskastríðinu við Breta.
Guðni Th. Jóhannesson, Jón Sigurðssonar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Íslands

Praktískar upplýsingar

📍 Staðsetning: Íþróttahúsið Torfnes, Ísafirði
📅 Dagsetning: Laugardagurinn 6. september 2025
🕛 Tími: Kl. 12–17

Tengdar fréttir