Svæðisskipulag er lögformlegt ferli sem tryggir aðkomu almennings og hagsmunaaðila, auk þess að vera ákveðin skuldbinding hlutaðeigandi sveitarfélaga.
Gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði, byggir á ályktun 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti sem haldið var á Patreksfirði 8.-10. september 2022 og beinir þeim tilmælum til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga að láta hefja vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði hið fyrsta. Segir síðan í ályktunni að
„Svæðisskipulagið marki meginstefnu og langtímaframtíðarsýn í umhverfis- og byggðamálum Vestfjarða, þar sem hagsmunir sveitarfélaganna fari saman til að stuðla að uppbyggingu Vestfjarða sem landfræðilegri, hagræni og félagslegri heild sem styrkir byggðaþróun á Vestfjörðum til framtíðar.“
Öll aðildarsveitarfélög Fjórðungssambands Vestfirðinga þ.e. Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur samþykktu aðild að svæðisskipulagsnefnd í maí og júní 2023. Nefndin kom saman til fyrsta fundar þann 7. október 2023 þar sem samþykkt var útboð á gerð svæðisskipulags og var verkefnið boðið út í byrjun janúar 2024. Lægst bjóðandi voru VSÓ ráðgjöf og Urbana ehf og gengið var frá samningi við þá í febrúar á grundvelli samþykkis útboðsins.
Skipulagssvæði tekur til alls lands og strandsvæðis framangreindra sveitarfélaga eða svæði nær frá Brekkuá í Gilsfirði að vestan og austur um að Stikuhálsi milli Bitru og Hrútafjarðar. Í þessum sveitafélögum eru þéttbýliskjarnarnir eftirfarandi, Drangsnes, Hólmavík, Reykhólar, Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík, Hnífsdalur, Ísafjörður í Skutulsfirði og Súðavík.
Sveitarfélög á Vestfjörðum sem standa að gerð svæðisskipulags eiga samstarfi í gegnum aðild sína að Fjórðungssambandi Vestfirðinga og með beinni eða óbeinni aðild að stefnuskjölum er varða hagsmuni alls landshlutans. Fjórðungssamband horfir til að víðtæks samspils með fyrirliggjandi stefnuskjölum við gerð svæðisskipulagsins.
Lýsing svæðisskipulagsins var sett í auglýsingu í lok maí 2024 og frestur til að skila umsögn var til 28. júní 2024 en framlengdur til 12. júlí 2024. Auglýsing og lýsingin er að finna á tengli hér til hægri á síðunni en til að skila inn umsögn þarf að tengjast málinu inni á Skipulagsgátt
Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða skipa eftirfarandi
Anna Vilborg Rúnarsdóttir |
Vesturbyggð |
Jón Árnason |
Vesturbyggð |
Ástrós Þóra Valsdóttir |
Bolungarvíkurkaupstaður |
Baldur Smári Einarsson |
Bolungarvíkurkaupstaður |
Arinbjörn Bernharðsson |
Árneshreppur |
Eva Sigurbjörnsdóttir |
Árneshreppur |
Guðlaugur Jónsson |
Tálknafjarðarhreppur |
Lilja Magnúsdóttir, formaður |
Tálknafjarðarhreppur |
Jón Sigmundsson |
Strandabyggð |
Matthías Lýðsson |
Strandabyggð |
Arnlín Óladóttir |
Kaldrananeshreppur |
Finnur Ólafsson |
Kaldrananeshreppur |
Kristján Þ Kristjánsson |
Ísafjarðarbær |
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, varaformaður |
Ísafjarðarbær |
Aníta Björk Pálínudóttir |
Súðavíkurhreppur |
Bragi Þór Thoroddsen |
Súðavíkurhreppur |
Vilberg Þráinsson |
Reykhólahreppur |
Árný Huld Haraldsdóttir |
Reykhólahreppur |
Fundagerðir svæðisskipulagsnefndar
1. fundur, haldinn 13. september 2023
2. fundur, haldinn 7. október 2023
3. fundur, haldinn 28. febrúar 2024