Vefþing um orkuskipti smábáta í sjávarútvegi
Á morgun munu Eimur og Vestfjarðastofa standa fyrir vefþingi, þar sem fjallað verður um orkuskipti smábátaflotans. Á þinginu verður sjónum beint að helstu áskorunum og tækifærum sem fylgja umbreytingu sjávarútvegsins í átt að endurnýjanlegum orkugjöfum. Meðal umræðuefna verða spurningar á borð við: Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði fyrir sjófarendur? Hvernig munu reglur um haffærni rafmagnsbáta þróast?
02. apríl 2025