Fara í efni

Umhverfislestin

Umhverfislestin

Umhverfislestin er farandsýning sem haldin var á vegum Vestfjarðastofu og fjallaði um umhverfismál heimilanna á fjölbreyttan, fræðandi og skemmtilegan hátt. Þar gafst fólki tækifæri til að fræðast um stöðu loftslagsmála og annarra umhverfismála og hvaða aðgerða er þörf til að bregðast við. Markmiðið var að vekja athygli á þeim alvarleika sem blasir við í umhverfismálum en einnig að kynna fyrir fólki ýmsar lausnir og aðgerðir sem flestir geta auðveldlega tileinkað sér í daglegu lífi til að leggja sitt af mörkum. Haldin var sýning á vegum Umhverfislestarinnar í Hólmavík, Patreksfirði og Ísafirði í septembert og nóvember 2019. Vestfjarðastofa hefur lokið þessu verkefni og tók Ásta Þórisdóttir sem búsett er á Hólmavík við verkefninu 2020.

Tengdar fréttir