Fara í efni

Ranníba

Ranníba

Rannsókna- og nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandarsýslu (Ranníba) hefur það hlutverk að fjölga atvinnutækifærum með því að efla rannsóknir og nýsköpunarstörf fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sem hafa aðsetur eða lögheimili í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Sjóðurinn lítur til verkefna sem efla rannsóknir og nýsköpun á svæðinu og tengjast nýtingu staðbundinna náttúruauðlinda, s.s. fiskeldi, ræktun skeldýra og ferðaþjónustu, sem byggir á náttúru og menningu svæðisins.

 Við úthlutun í maí 2019 verður sérstaklega litið til verkefna sem:

  • Stuðla að búsetu ungs fólks.
  • Efla samstarf á milli svæða.
  • Efla þekkingu á auðlindum svæðisins.
  • Stuðla að aukinni menningarstarfsemi.
  • Stuðla að bættri umgengni við umhverfið og náttúru.

Engar úthlutanir hafa verið úr sjóðnum síðan vorið 2019 og ófyrirséð hvenær sjóðurinn verður aftur virkur.

Stjórn sjóðsins 2023

Skjöldur Pálmason, formaður
Þórdís Sif Sigurðardóttir
Ólafur Þór Ólafsson
Peter Weis
Sigurður Viggósson

Starfsmaður verkefnis

Guðrún Anna Finnbogadóttir
Teymisstjóri - Atvinnu- og byggðaþróun

Tengd skjöl

Úthlutunarreglur 2019