Fara í efni

Náttúrulega Vestfirðir

Náttúrulega Vestfirðir
Náttúrulega Vestfirðir er stafrænt samfélag þar sem Vestfirðingar skiptast á ráðum og deila hugmyndum um hvernig lifa má umhverfisvænna lífi.

Fjórðungssamband Vestfirðinga stóð fyrir verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir, þar sem ráðist var í að senda fjölnotapoka inn á hvert heimili á Vestfjörðum og að hvetja fólk til að minnka eða hætta plastpokanotkun. Einnig voru settar upp pokastöðvar (Boomerang bags) á sunnanverðum Vestfjörðum og Hólmavík fyrir tilstilli verkefnisns. 

Nú hefur Vestfjarðastofa tekið við verkefninu og var ákveðið að útvíkka það og að reyna að færa það nær samfélaginu, verkefnið gengur núna undir nafninu Náttúrulega Vestfirðir. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur, nokkurskonar samfélag Vestfirðinga sem eru áhugasamir um náttúruvernd, plastlausan lífstíl og annað sem tengist umhverfismálum. Hægt er að finna hópinn hér

Starfsmaður verkefnis

Guðrún Anna Finnbogadóttir
Teymisstjóri - Atvinnu- og byggðaþróun

Tengdar fréttir