Fara í efni

Sveitarfélögin á Vestfjörðum umhverfisvottuð í þriðja sinn.

Fréttir Náttúrulega Vestfirðir Græn skref Umhverfisvottun Vestfjarða

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hlutu umhverfisvottun í frá vottunarsamtökunum EarthCheck í þriðja skiptið.  Eruð þau því með vottun fyrir starfsárið 2019. Ófærð og veður gerði það að verkum að vottunaraðili átti erfitt með að komast vestur en allt hófst það að lokum og er skýrsla vottunaraðila og Benchmarkingskýrsla staðfest og stóðust Vestfirðir viðmið EarthCheck.
Það er gleðilegt að sjá að dregið hefur úr urðun á sorpi frá Vestfjörðum, því talsvert meira er nú flokkað og sent til endurvinnslu en áður var. Sveitarfélög eru hvött til að gera betur í að binda kolefni og gera ráðstafanir til að draga úr áhrifum af breytingum loftslags og búa sig undir skakkaföll af völdum sjávargangs, flóða og hvassviðris.  Í skýrslu úttektaraðila er jafnframt bent á að æskilegt væri að fram fari úttekt á geymslu spilliefna á vegum sveitar-félaga, t.d.  geymsla á olíum og leysiefnum í áhaldahúsum etc. 

Nánar er hægt að skoða niðurstöðu úttektaraðila á heimasíðu verkefnisins sem má finna hér