Fara í efni

Styrkúthlutun Öll vötn til Dýrafjarðar!

Tuttugu verkefni hlutu styrk úr byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar. Auglýst var eftir umsóknum 28. janúar 2022. Umsóknarfrestur rann út 1. mars 2022. Til úthlutunar voru 9.369 milljónir. Alls bárust 21 umsókn. Heildarumfang verkefna er umsóknir lúta að er um 50 milljónir. Sótt var um 29,13 milljónir. Allt voru þetta umsóknir sem vísuðu til markmiða verkefnisins. Reynt var að velja sem fjölbreyttust verkefni og m.a. var stuðst við stigagjöf eftir mat á tilteknum þáttum í takt við markmið og áherslur verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar. Er þetta síðasta úthlutun verkefnisins, þar sem því líkur um áramótin 2022/23.
Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk 2022 

Fasteignafélagið Þingeyri ehf. - Á jaðrinum - Aldrei fór ég suður kemur til Þingeyrar. Styrkur kr. 350.000,-
Tónleikar haldnir í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Kómedíuleikhúsið- Bakkabræður brúðumyndir fyrir sjónvarp. Styrkur kr. 600.000,-
Framleiðsla á barnaefni fyrir sjónvarp og streymisveitur.

Emilie Dalum - Balinn / The Tub Art Space. Tyrkur kr. 200.000,-
Uppsetning listasýningarinnar Umhverfing í Balanum.

Einar Mikael Sverrisson - Draumasmiðjan - Nýsköpunarskóli fyrir unga frumkvöðla. Styrkur kr. 600.000,-
Nýsköpunarverkefni fyrir grunnskólanemendur og ungmenni.

Odin Adventures – Ferðaþjónusta. Styrkur kr. 500.000,-
Aukin afþreying í ferðaþjónustu með skipulögðum kajakferðum sem byggja á sögu byggðarlagsins m.a. sögu víkinganna. Stofnun kajakklúbbs fyrir heimamenn.

ubebu ehf. - Fjölskyldujóga á Þingeyri. Stykur kr. 250.000,-
Nýjung í afþreyingu/líkamsrækt, fjölskyldujóga að sumarlagi og um páska.

Tyler Wacker - Gengið í gegnum Vestfirsku Alpana. Styrkur kr. 300.000,-
Þróun gönguleiðar á milli Svalvogavita og Dynjanda í gegnum vestfirsku alpana.

Golfklúbburinn Gláma - Gláma uppbygging. Styrkur kr. 869.000,-
Áframhaldandi uppbygging golfaðstöðu á Þingeyri.

Fasteignafélagið Þingeyri ehf - Heitar og kaldar helgar á Þingeyri - Þróun á afþreyingadagskrár fyrir Þingeyri. Styrkur kr. 450.000,-
Tilraunaverkefni sem hvetja á til afþreyingar á ársgrundvelli sem stuðla á að heilsársferðamennsku á Þingeyri í tengslum við heilsárshótel.

Pétur Albert Sigurðsson - Í garðinum hjá Láru. Styrkur kr. 700.000,-
Árleg tónleikaröð í garðinum hjá Láru sem hefur fest sig í sessi.

Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses. - Komdu til Þingeyrar/Dýrafjarðar 2022. Styrkur kr. 850.000,-
Markaðssetning Þingeyrar/Dýrafjarðar sem áfangastaðar 2022. Sameiginlegt viðburðadagatal fyrir sumarið 2022. Samstarf þjónustuaðila á svæðinu.

Monika Janina Kristjánsdóttir – Listakvöld. Styrkur kr. 200.000,-
Opin þematengd listakvöld í þrjú skipti (3 klst í senn) þar sem nemi í grafískri hönnun miðlar af reynslu sinni.

Biet Sébastien - Outdoor activities and discovery program in Dýrafjörður. Styrkur kr. 700.000,-
Þematengt útivistar- og uppgötvunarnám fyrir börn og ungmenni, loft, eldur, vatn og jörð. Viðburðurinn verður haldinn þrisvar sinnum í þrjá daga sumarið 2022. Verkefnið fer fram á nokkrum stöðum í Dýrafirði.

Á sjó og landi ehf - Skelin - athafnahús á Þingeyri. Styrkur kr. 400.000,-
Verkefnið snýr að því að finna leiðir til að koma atvinnustarfsemi í húsið Skelina.

Íþróttafélagið Höfrungur - skíðasvæði á Þingeyri. Styrkur kr. 400.000,-
Forvinna og kostnaðagreining við að finna nothæft skíðasvæði í nágrenni Þingeyrar og koma upp einföldu lyftukerfi.

Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses. -Startup Westfjords 2022. Styrkur kr. 500.000,-
Nýsköpunarhraðall/hemill fyrir hópa í streitulausu umhverfi. Skapar grundvöll fyrir nýsköpun, atvinnuuppbyggingu og samtali á milli frumkvöðla og leiðbeinenda.

Pétur Albert Sigurðsson - Tónsmiðja - Í garðinum hjá Láru. Styrkur kr. 400.000,-
Þriggja daga tónsmiðja í tengslum við tónleika í garðinum hjá Láru. Tónlistaruppeldi og tónlistarupplifun fyrir ungt fólk.

Valdís Bára Kristjánsdóttir – Tækifæri. Styrkur kr. 300.000,-
Gerð viðskiptaáætlunar vegna standsetningar á vottuðu eldhúsi til kleinubaksturs og fl.

Víkingar á Vestfjörðum - Víkingatjöld og súpupottur. Styrkur kr. 600.000,-
Kaup á búnaði á víkingasvæði, víkingatjöld og súpupott.

Tyler Wacker - Þingeyri varanlegan reiðhjóla viðgerðastand. Styrkur kr. 200.000,-
Uppsetning á reiðhjólaviðgerðastandi á Þingeyri.

Stefnt er á að halda smá úthlutunarhóf og kynningu á nokkrum verkefnana í tengslum við íbúafund sem á að halda uppúr miðjum maí. Íbúafundurinn verður auglýstur nánar síðar.