Fara í efni

Kynningarfundur á Teams vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Fréttir

Kynningarfundur um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Ferðamálastofa boðar til kynningarfundar fyrir væntanlega umsækjendur í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fimmtudaginn 16. október kl. 13:00. Fundurinn fer fram á Teams og er öllum opinn sem hyggjast sækja um styrki úr sjóðnum.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til framkvæmda á ferðamannastöðum og -leiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur vegna framkvæmda á árinu 2026 er til 4. nóvember næstkomandi.

Á fundinum verður farið yfir:

  • hvaða verkefni eru styrkhæf (og hver ekki),

  • umsóknarferlið og umsóknareyðublað,

  • gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað,

  • og hvernig sótt er um styrk.

Skráning á fundinn fer fram hér:
Smelltu hér til að skrá þig á Teams-fundinn

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna á vef Ferðamálastofu:
ferdamalastofa.is/umsoknir

Skoða á viðburðardagatali