Fara í efni

Gullkistan Vestfirðir: fundur með sýnendum

Undirbúningur fyrir Gullkistuna Vestfirði er á fleygiferð. Viðtökur við sýningunni hafa verið ekkert minna en stórkostlegar og eru á áttunda tug sýnenda skráðir til leiks.

Á morgun, þriðjudaginn 26. ágúst, kl.15:00, verður haldinn undirbúningsfundur á Teams með þátttakendum þar sem farið verður yfir skipulag sýningarinnar. Það er í mörg horn að líta þegar stórsýning sem þessi er sett upp, því er mikilvægt að allir séu á sömu blaðsíðu. Boð hafa verið send út á netföng skráðra þátttakenda en einnig má finna slóð á fundinn hér.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Teams – og við hlökkum enn meira til að sjá ykkur í íþróttahúsinu Torfnesi, laugardaginn 6. september!