Fara í efni

Styrkveitingar fyrir árið 2019 - Öll vötn til Dýrafjarðar

Auglýst var eftir umsóknum 15. mars 2019. Umsóknarfrestur rann út 15. apríl 2019 en varð síðar framlengdur til 23. apríl 2019. Til úthlutunar eru 7 milljónir. Alls bárust 21 umsókn. Heildarumfang verkefna er umsóknir lúta að er um 35 milljónir. Sótt var um tæplega 20 milljónir. Allt voru þetta umsóknir sem féllu vel að verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar en eins og gefur að skilja þá var ekki til fjármagn til að úthluta til allra í þessari umferð. Reynt var að velja sem fjölbreyttust verkefni og m.a. var stuðst við stigagjöf eftir mat á tilteknum þáttum. 

Þau verkefni sem hlutu styrki í þetta sinn eru:

Blábankinn – Áformum um að halda fimm stærri vinnustofur/námskeið kr. 500.000.- og Málstofa – Snjallþorpið kr. 400.000.-

Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Janne Kristensen   - Book with Guðbjörg Lind's art work and her connecting with Þingeyri kr. 325.000.-

Guðrún Dögg Guðmundsdóttir -  Soð í Dýrafirði Matur er mannsins megin - sjónvarpsþáttur kr. 1.300.00.-

Henry Fletcher -  Tourism services specific - OutdoorActive digital platform kr. 195.000.-

Hestamannafélagið Stormur Þingeyri - Reiðvöllur að Ströndum. Endurnýja uppistöður fyrir afmörkun á hringvelli kr. 282.000.- og Dómhús á svæði Hestamannafélagsins Storms að Söndum í Dýrafirði kr. 500.000.-

Janne Kristensen - Management support for "job" running The Westfjords Creative Residency kr. 1.200.00.-

Koltra handverkshópur – Námskeið í sútun á skinnum kr. 350.000.-

Kómedíuleikhúsið – Leiklistamiðstöð Kómedíuleikhússins  kr. 300.000.-

Óttar Freyr Gíslason - Fjallaskíði í Vestfirsku ölpunum kr. 500.000.-

Freysteinn Nonni Mánason  og Snorri Karl Birgisson - Fóðurverksmiðja á Þingeyri fyrir fiskeldi - viðskipaáætlun kr. 650.000.-

Jón Skúlason - Vinna og setja upplýsingaskilti fyrir ferðamenn við ferjustaðinn á Gemlufall kr. 500.000.-