Fara í efni

Vestfjarðastofa í Blábankanum

Vestfjarðastofa er með viðveru í Blábankanum einu sinni í mánuði. Þá geta Dýrfirðingar sótt ólíka ráðgjöf hverju sinni. Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á sviði umhverfismála verður í Blábankanum 17. febrúar, á milli klukkan 12 og 15. Hjörleifur hefur gríðarmikla reynslu af ólíkum verkefnum á sviði umhverfismála, en einnig er hann með mikla þekkingu á umsóknagerð fyrir framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Dýrfirðingar sem eru að fást við verkefni á þessum sviðum eru því sérstaklega hvattir til að kíkja í spjall.