Fara í efni

Ungmennaþing Vestfjarða í Breiðuvík

Ungmennaþing Vestfjarða 2025 verður haldið á Hótel Breiðuvík dagana 8. september - 10. september. Þingið er opið ungmennum fæddum á árunum 2007-2012 með lögheimili á Vestfjörðum en takmarkað pláss er í boði. Þema þingsins í ár er jafnrétti og verða fjölmörg spennandi erindi eftir því þema. Markmið þingsins er að gefa ungmennum frá Vestfjörðum tækifæri til að kynnast hvort öðru, fræðast um samfélagið og valdefla þau til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif.

Þinginu lýkur með kjöri í Ungmennaráð Vestfjarða, sem starfar sem ráðgefandi nefnd fyrir stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Á þinginu munu þátttakendur hljóta fræðslu, fá tækifæri til að tjá sig og læra hvert af öðru, ásamt því að skemmta sér á kvöldvöku. Þátttaka á þinginu er gjaldfrjáls en verkefnið er styrkt af Erasmus+.

Hér má skrá sig á þingið og verður opið fyrir skráningar til 4. september.