Fara í efni

Umsóknarfrestur - Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Vestfjarða. Styrkirnir eru tvennskonar; verkefnastyrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar og á sviði menningar ásamt stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar. Vestfjarðastofa annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum.

Opið fyrir umsóknir frá hádegi 17. september til hádegis 22. október.

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

Veittir eru tvenns konar styrkir úr Uppbyggingarsjóð Vestfjarða;

  • Verkefnastyrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar og á sviði menningar
  • Stofn og rekstrarstyrkir til menningarstofnana

Að jafnaði er litið til verkefna sem efla listir, menningu, nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu og fjölgun atvinnutækifæra. Þá er horft til verkefna sem stuðla að vöruþróun og gæðum hönnunar, auka fagmennsku á sviði lista og menningar, styðja við uppbyggingu og eflingu menningartengdrar ferðaþjónstu og eru gjaldeyrisskapandi.

Umsóknir þurfa að falla að markmiðum og áherslum gildandi Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029

Uppbyggingarsjóður styrkir ekki meira en 50% af styrkhæfum heildarkostnaði verkefna.    

Frekari upplýsingar um áherslur og úthlutnarreglur má finna hér -
Úthlutunarreglur fyrir 2025

Frekari upplýsingar er að finna hér

Sækja um