Fara í efni

Umsóknarfrestur - Sviðslistasjóður

Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings sviðslistasjóði með það að markmiði að efla sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði.

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi. Sviðslistaráð úthlutar styrkjum til stuðnings atvinnusviðslistahópum, sbr. lög um sviðslistir 2019 nr. 165 .

Fyrir hverja?

Atvinnusviðslistahópa.

Til hvers?

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna.

Úthlutun.

Að jafnaði liggur úthlutun fyrir í janúar ár hvert.

Umsóknartímabil í Sviðslistasjóð vegna verkefna 2023-2024.

Opið verður fyrir umsóknir frá ágúst 2022 til 3. október kl: 15:00

Opnun umsóknar tefst en opnar á næstu dögum.
Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr. 165 sem tóku gildi í júlí 2020.

Frekari upplýsingar má finna hjá Rannís