Fara í efni

Umsóknarfrestur - Lóa, nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Opnað verður fyrir umsóknir í Lóu 2. mars 2023 og er umsóknarfrestur til 27. mars 2023.

Hlutverk styrkjanna:

  • Auka við nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum.
  • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
  • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðla starf á forsendum svæðanna.

Um styrkina:

  • Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.
  • Styrkjum er úthlutað til árs í senn, hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs.
  • Mótframlag frá umsækjanda þarf að lágmarki að vera 30%.
  • Matshópur metur umsóknir í samræmi við nýsköpunarstefnu og áherslur stjórnvalda.
  • Umsóknir berist rafrænt á minarsidur.hvin.is.

Áherslur Lóu nýsköpunarstyrkja árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 milljónir króna.

Frekari upplýsingar má finna hér:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/nyskopun/loa-nyskopunarstyrkir-fyrir-landsbyggdina/