Fara í efni

Umsóknafrestur - Erasmus+ og ESC árið 2026 - Nám og þjálfun

Erasmus+ veitir stofnunum, samtökum og öðrum sem sinna menntun og æskulýðsmálum styrki til að senda starfsfólk sitt, nemendur eða ungt fólk í náms- eða þjálfunarferðir til lengri eða skemmri tíma (frá tveimur dögum upp í heilt ár). 

70% af fjármagni áætlunarinnar er varið til stuðnings við nám og þjálfun erlendis fyrir fólk á öllum aldri. Þetta bætir félagslega, faglega og persónulega stöðu þeirra með því að færa þeim nýja þekkingu, efla hæfni, víkka sjóndeildarhringinn og auka líkurnar á að fá starf við hæfi. Einnig öðlast þátttakendur meira sjálfstraust og sjálfstæði og læra að fóta sig í nýjum aðstæðum.

30% fjármagnsins er varið í samstarfsverkefni og stefnumótun þar sem stofnanir og samtök er gefinn kostur á að öðlast reynslu af alþjóðasamstarfi. Þannig styrkja þau eigin starfsemi, taka upp nýjar aðferðir, skiptast á reynslu og víkka út tengslanet sitt. Á þennan hátt leikur Erasmus+ lykilhlutverk við að byggja upp og stuðla að nýsköpun í menntun, þjálfun, æskulýðsstarfi og íþróttum.

Frekari upplýsingar er að finna hér.