Fara í efni

Sumarviðburðasjóður hafna Ísafjarðarbæjar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sumarviðburðasjóði skemmtiferðaskipa í Ísafjarðarbæ.

Markmiðið með sjóðnum er að styrkja og bæta bæjarbraginn í tengslum við skemmtiferðaskipakomur, þar sem áhersla er lögð á að efla menningu og mannlíf.

Styrkjum er úthlutað til einstakra viðburða, eða raða viðburða. Ekki eru veittir styrkir til rekstrar‐, stofnkostnaðar‐ eða endurbóta fyrirtækjum þ.m.t. á eignum.

Úthlutað er til lögráða einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, stofnana eða fyrirtækja sem koma að menningarviðburðum í Ísafjarðarbæ.

Helstu skilyrði fyrir styrkveitingu;

  • Viðburðir skulu haldnir á tímabilinu maí til september
  • Viðburðir skulu vera þátttakendum/áhorfendum að kostnaðarlausu
  • Viðburðir sem haldnir eru á milli klukkan 10:00 og 15:00 njóta forgangs
  • Hægt er að sækja um styrk að hámarki 1.000.000 kr.

Umsóknarfrestur er til 4. apríl kl 16:00.

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Magnea Garðarsdóttir verkefnisstjóri á netfanginu magnea@vestfirdir.is

Lokað hefur verið fyrir umsóknir

 

Nánar um afgreiðslu styrksins

Þegar að umsóknarfrestur er runnin út fer úthlutunarnefnd sem samanstendur af tveim aðilum frá Ísafjarðarbæ og einum frá Vestfjarðarstofu, yfir umsóknir og metur.

Styrkir úr sjóðnum eru afgreiddir eftir að samningar um styrkveitingu hafa verið undirritaðir og gegn framvísun fjárhagsáætlunar vegna þess verkefnis sem styrkurinn er veittur til.

Endurgreiða skal veitta styrki ef fyrir liggur að þeim hefur ekki verið varið í tilgreindar framkvæmdir/verkefni og innan þeirra tímamarka sem ákveðin eru við úthlutun. Hægt er að leita til Vestfjarðastofu ef verkefnið tekur breytingum frá umsókn að framkvæmd.

Styrkþegar skulu skila Vestfjarðastofu greinargerð um ráðstöfun styrksins ásamt uppgjöri, þegar viðkomandi verkefni er að fullu lokið í samræmi við styrksamning styrkþega og Vestfjarðastofu. Einnig þarf að fylgja með þrjár ljósmyndir sem sýna hvernig verkefnið var í framkvæmd sem leyfilegt er fyrir Vestfjarðastofu og Ísafjarðarbæ að nota í kynningarefni í framtíðinni.