Fara í efni

Skattafróðleikur KPMG á Ísafirði

Skattafróðleikur KPMG verður haldinn þann 5. febrúar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fundur hefst kl. 11:30 og verður léttur hádegisverður í boði fyrir gesti.
Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:

  • Skattalagabreytingar og fyrirhugaðar skattalagabreytingar
    Farið verður yfir þær skattalagabreytingar sem nú hafa orðið sem og fyrirhugaðar skattalagabreytingar.
  • Erfðafjárskattur í víðara samhengi
    Farið verður yfir erfðafjárskatt og þá sérstaklega m.t.t. kynslóðaskipta í rekstri.
  • Staða og framtíðartækifæri ferðaþjónustunnar að mati Vestfirðinga.
    Kynntar verða niðurstöður árlegrar ferðaþjónustukönnunar KPMG þar sem sérstaklega verða rýndar niðurstöður miðað við svör ferðaþjónustufyrirtækja á Vestfjörðum.

Að venju verður Skattabæklingi KPMG dreift á hverjum fundi, en bæklingurinn veitir góðar upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstraraðila.

Skráning hér

Nánari upplýsingar um Skattafróðleik KPMG á landsbyggðinni má finna hér