Fara í efni

FRESTAÐ! Ríkissáttasemjari með spjallfund á Ísafirði

Athugið að fundinum hefur verið frestað vegna tafa á flugsamgöngum. Nýr fundartími auglýstur síðar. 

Embætti ríkissáttasemjara verður með spjallfund á Ísafirði mánudaginn 27. nóvember á milli klukkan 14 og 15:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Vestfjarðastofu að Suðurgötu 12. Ríkissáttasemjari hefur verið á ferð um landið ásamt starfsfólki sínu til að ræða við fulltrúa launagreiðenda og heyra hvernig komandi samningavetur leggst í aðila vinnumarkaðarins. Embættið telur brýnt að fræðast um hvað brennur helst á launafólki og fyrirtækjum og vonast því til að sjá sem flest á fundinum.

Auk Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara verða Aldís Magnúsdóttir og Bára Hildur Jóhannsdóttir sáttasemjarar á staðnum og einnig Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri og aðstoðarsáttasemjari.

Boðið verður upp á kaffiveitingar á fundinum.