Fara í efni

Orkuskipti smábáta í sjávarútvegi – Vefþing

Orkuskipti smábáta í sjávarútvegi – Vefþing

Eimur og Vestfjarðastofa héldu vefþing, fimmtudaginn 3. apríl 2025, þar sem fjallað var um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans.

Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika?
Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó?
Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda?

Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn tóku umræðuna um þessar spurningar og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag.

 

Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu

13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. UPPTAKA
13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. UPPTAKA
13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. UPPTAKA
14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. UPPTAKA

 

Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta

 

14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. UPPTAKA
14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. UPPTAKA
15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. UPPTAKA
15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms  Stefánssonar. UPPTAKA
15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi. UPPTAKA