Fara í efni

Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Við leitumst við að svara því á fundi á Teams þann 12. júní kl. 12. Stefanía Kristinsdóttir fjallar þar um samfélagslega nýsköpun en til þessa hefur þetta hugtak ekki verið vel þekkt hér á landi þó margir kunni að iðka hana í reynd. 

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir segir frá MERSE, Evrópuverkefni um samfélagslega nýsköpun sem Vestfjarðastofa er þátttakandi í. 

Í MERSE eru þrjú vestfirsk verkefni á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og munu aðilar frá þeim vera með stuttar kynningar: Heiða hjá Netagerðinni á Ísafirði, Anna Björg hjá Galdrasýningunni á Hólmavík og Birta hjá Skriðu á Patreksfirði. 

Öll áhugasöm velkomin

Hér má tengjast fundinum