Fara í efni

Umsóknarfrestur - Fræðadvöl í Grímshúsi

Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar í samvinnu við Háskóla
Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri,
Háskólasetur Vestfjarða, líftæknifyrirtækið Kerecis og Hringborð
Norðurslóða ýtir úr vör sérstöku verkefni sem ber heitið
Fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði.


Fræðadvölin er ætlað að skapa erlendum og íslenskum
vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og
fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á
Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma.
Fræðadvölin sem á ensku heitir Grímsson Fellows hefur verið
auglýst sérstaklega í alþjóðlegu neti samstarfsaðila.
Fræðadvölin var kynnt á málþingi sem haldið var í nóvember
2022 á Ísafirði, þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti
opnunarávarp.

Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða,
loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda,
heilbrigðisvísinda, sjálfbærni, hreinnar orku, sagnfræða sem og
rithöfundar geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli
alþjóðlegra auglýsinga.


Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir
nokkrum árum og bíður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris,
sem dvalarstað fræðimanna.


Áskilið er að viðkomandi haldi fyrirlestur eða taki þátt í
sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana
í Reykjavík og Akureyri; ýmist á meðal dvölinni stendur eða
henni lokinni.


Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári.
Umsóknarfrestur fyrir 2023 til 2025 er 1. júlí.
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið:
Grímsson Fellows