Fara í efni

Farsældarþing Vestfjarða

Fyrsta Farsældarþing Vestfjarða fer fram föstudaginn 7. nóvember í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, frá kl. 09:30-17:00. Þingið er öllum opið og verður þar unnið að mótun aðgerðaráætlunar farsældar barna á Vestfjörðum, jafnframt verður farsældarráð Vestfjarða stofnað við hátíðlega athöfn.

Á dagskránni verða spennandi fræðsluerindi frá fag- og fræðafólki. 

9:30 Móttaka
10:00 Farsældarþing Vestfjarða sett
10:10 Ávörp: Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir og Erna Lea Bergsteinsdóttir
10:30 Svæðisfulltrúar ÍSÍ & UMFÍ: Birna Hannesdóttir og Páll Janus Þórðarson
10:50 Kaffi
11:00 Farsæld hjá Ísafjarðarbæ: Sólveig Norðfjörð
11:30 Farsæld og félagsmiðstöðvar í Bolungarvík: Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir og Hanna Þórey Björnsdóttir
11:50 Heillaspor í Vesturbyggð: Arnheiður Jónsdóttir
12:10 Hádegismatur
13:00 Hvers vegna farsæld? Elísabet Sigfúsdóttir, Barna- og fjölskyldustofa
13:20 Ofbeldisvarnir í skólastarfi: Alfa Jóhannsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga
13:50 Kolbeinn Hólmar Stefánsson: Dósent, Háskóli Íslands
14:20 Kaffi
14:30 Opni leikskólinn: Kristín Stefánsdóttir, Helga Hreiðarsdóttir, Helga Ösp Jóhannsdóttir
15:00 Farsæld í Menntaskólanum á Ísafirði: Heiðrún Tryggvadóttir og Erna Sigrún Jónsdóttir
15:20 Ungmennaráð Vestfjarða: Alberta Kristín Jónsdóttir, Hildur Ása Gísladóttir, Una Margrét Halldórsdóttir og Þórgunnur Ríta Gústafsdóttir
15:30 Farsældarráð Vestfjarða: Erna Lea Bergsteinsdóttir
15:40 Pallborð: Framtíðin í forgrunni; er ungt fólk á Vestfjörðum með í sókn? Oddvitar, sveitarstjórar og bæjarstjórar á Vestfjörðum
16:00 Farsældarráð Vestfjarða stofnað: Nemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar leika listir sínar

Þingstjórn verður í höndum Dagbjartar Óskar Jóhannsdóttur. Dagskráin er ekki tæmd og hvetjum við ykkur til að fylgjast með – og taka daginn frá!

Fagfólk, foreldrar, notendur og þau sem láta sig samfélagið varða eru hvött til að mæta og bendum við á að hægt er að mæta hluta úr degi. Þátttaka er gjaldfrjáls, en skráninga er óskað hér