Fara í efni

Styrkir haust 2021

Fréttir

 

Vestfjarðastofa veitir upplýsingar um styrki og styrkjamöguleika sem standa einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknaraðilum til boða.
Á næstu mánuðum eru eftirfarandi sjóðir auglýstir:

  • Myndlistasjóður 23. ágúst kl. 16:00
    • Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar.
    • Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. Með verkefni er átt við viðburð sem fer fram á afmörkuðu tímabili með skilgreint upphaf og endi.
    • Útgáfustyrki, rannsóknarstyrki og aðra styrki – Útgáfustyrkir, rannsóknarstyrki og aðrir styrkir eru veittir til rannsókna á verkum íslenskra listamanna og til útgáfu rita um íslenska listasögu og verk myndlistarmanna auk annarra opinna verkefna sem ekki falla undir aðra liði.
  • Styrkveitingar ANR. 31. ágúst.
    • Til hvers? Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 
  • Hljóðritasjóður: 15. september kl. 15:00
    • Fyrir hverja: Tónlistarmenn, jafnt einstaklinga sem hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðra er koma að hljóðritun tónlistar.
    • Til hvers? Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni.
  • Tækniþróunarsjóður: Markaðsstyrkur. 15. september kl. 15:00
    • Fyrir hverja? Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
    • Til hvers? Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.
  • Listamannalaun. 4. október kl. 15:00
    • Fyrir hverja? Sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld.
    • Til hvers? Að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög.
  • Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - byrjun október
    • Fyrir hverja?  Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
    • Til hvers? Annars vegar vegna (Nýrrar) þjónustu/aðstöðu á ferðamannastað / ferðamannaleið. Hins vegar vegna úrbóta vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið. 
  • Tónlistarsjóður 1. nóvember kl. 15:00
    • Fyrir hverja? Tónlistarfólk, hljómsveitir, kóra og aðra er koma að tónlistarflutningi.
    • Til hvers? Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis.

Starfsfólk Vestfjarðastofu veitir ráðgjöf við gerð umsókna.