Fara í efni

Spennandi hraðall fyrir vestfirska frumkvöðla

Fréttir

Hvað býður hraðallinn upp á?

  • Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestum
  • Vinnustofur og fræðslufundi
  • Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet í öllum landshlutum
  • Tvær staðbundnar vinnustofur með þátttöku allra teyma
  • Mestu leyti rafrænt fyrirkomulag sem hentar þátttakendum um allt land

Hverjir geta sótt um?

Startup Landið er sniðið að frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum í landsbyggðunum, sem vilja þróa hugmynd sína og/eða verkefni sitt áfram með stuðningi sérfræðinga og tengslanets.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til og með  31. ágúst. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna hér.

Startup Landið er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna: SSNV, SSNE, Vestfjarðastofu, Austurbrúar, SASS, SSS og SSV.

Fylgist endilega með á fésbókarsíðu Startup Landið